uM TEGUND /ÁSTRALSKUR sILKY tERRIER,australian Silky Terrier
Silky TerrierSilky terrier á uppruna sinn frá Ástralíu og hann er elskulegur smá hundur, eld snöggur með frjálslegar hreyfingar. Silky er með eðli terrier hunda, gott þefskyn og ræktaður með tilgang frábær að veiða mýs og snáka hann er vinnuhundur og er ekki kjölturakki. Hann mjög gáfaður, hugrakkur, árvökull, fjörmikill, þrjóskur og sjálfstæður hundur, þar af leiðandi hlýðir ekki alltaf. Silky terrier er í tegundarhópi 3. Þeir hafa dásamlega feldgerð silki mjúkan og fagrann með einfaldahárgerð og fara þar af leiðandi ekki úr hárum. Snyrting felds þarf ekki að vera flókin ef feldurinn fær daglega bustun svo hann flækist ekki, klippa þarf hár af eyrum, milli augnsvæðis, kringum þófa og skott. Nauðsynlegt klóa klippa reglulega. Silky terrier hefu gaman af þrautum og eru minnugir fljótir að læra. Þeir hafa ríkt varðhundaeðli og eru tilbúnir til að verja fjölskyldu af miklu hugrekki. Silky er ekki alltaf rétta tegundin sem fyrsti hundur á heimili eða með smábörnum, þeir þola ekki alla hunda. Silky terrier þarf aga og gott uppeldi.
Ræktunarmarkmið Silky terrier FCI-Markmið Nr. 236 / 19.04.2005 / GB* ÁSTRALSKUR SILKY TERRIER UPPRUNI : Ástralía. ÚTGÁFUDAGSETNING GILDANDI STAÐALS : 19.04.2005. NOTKUN : Terrier. FLOKKUN F.C.I. : Hópur 3 Terrierar. 4. grein - Kjöltu Terrierar. Án vinnuprófs. ALMENNT ÚTLIT : Hundurinn er þéttur, mátulega lágt settur, meðal langur með netta byggingu en þó nægjanlega fyllingu til að gefa í skyn hæfileikann til að veiða og drepa meindýr. Sléttu, skiptu silki hárin beri með sér vel snyrt útlit. HEGÐUN/SKAPGERÐ: Hann á að sýna Terrier einkenni, bera með sér skarpa árverkni, athafnasemi og sterkleika. HÖFUÐ : Í meðallagi langt, aðeins styttra frá nefbroddi að augnhvilft en frá sama stað að hnakkabeini. Höfuðið verður að vera sterkt og með Terrier einkennum, með hæfilega langt á milli eyrna. HÖFUÐSVÆÐI : Höfuðkúpa: Flöt og án fyllingar milli augna, með fínan silky hártopp, falli ekki yfir augun, (löng fallandi hár á fram andliti eða kinnum er mjög óæskilegt). ANDLITSSVÆÐI : Nef : Svart. Varir : Þéttar og hreinar. Kjálkar/Tennur : Sterkir kjálkar, tennur jafnar og ekki samanþjappaðar, efri framtennur ná þétt yfir þær neðri (skærabit). Augu : Skulu vera smá, sporöskjulaga hvorki kringlótt né útstæð, eins dökk og mögulegt er með vitsmunalegu yfirbragði. Eyru : Skulu vera lítil, V-laga með fínu leðri, sett hátt á höfuðkúpunni, sperrt og alveg laus við löng hár. HÁLS : Meðal langur, fínlegur og örlítið hreiðraður, settur tignarlega á herðarnar. Vel hulinn með löngum silki hárum. LÍKAMI : Á að vera mátulega langur í hlutfalli við hæð hundsins. Hryggjarlína: Alltaf bein og lárétt (bæði standandi og á hreyfingu). Hryggjarlína með kryppu eða dýfu er alvarlegur galli. Lendar: Sterkar. Brjóstkassi: Mátulega djúpur og breiður. Rifbein: Vel sprengd og nái aftur að sterkum lendunum. SKOTT : Skottstífingar bannaðar. ÚTLIMIR FRAMHLUTI : Framfætur hafa fíngerð, kringlótt bein og eru beinir og vel staðsettir undir líkamanum án veikingar í framlegg. Axlir: Fínar og vel lagðar aftur, falla vel að vel vinkluðum upplegg þétt við rifbeinin. Olnbogar: Snúa hvorki inn né út. AFTURHLUTI : Mjaðmir: Verða að vera vel þroskaðar. Lendar: Eiga að vera vel snúnar. Hæklar: Vel beygðir. Þegar horft er aftanfrá eiga hæklarnir að vera vel lagðir niður og vera samsíða hvor öðrum. FÆTUR : Smáir, vel settir, kattarlegir með þéttsettum tám, táneglurnar verða að vera svartar eða mjög dökkar. GANGUR / HREYFING : Hreyfingarnar eiga að vera frjálslegar og sannar án lausleika við axlir eða olnboga, það á ekki að vera snúningur inn eða út á fótum eða framleggjum. Afturhlutinn skal hafa sterkan hreyfikraft með nægan sveigjanleika við lendar og hækla. Séð aftanfrá eiga hreyfingar hvorki að vera of þröngar né of víðar. FELDUR HÁR : Verður að vera flatt, fínt og glansandi og með silki áferð. Sídd feldsins má ekki vera það mikil að hún hamli athöfnum hundsins og dagsbirta á alltaf að sjást undir hundinum. Fram- og afturfætur eiga að vera lausir við löng hár. LITUR : Öll blæbrigði af bláu og brúnu eru leyfileg, því fyllri og skýrari sem litirnir eru því betra. Silfur og hvítt ekki ásættanlegt. Blátt á skotti sé mjög dökkt. Silfur blár eða ljós grá brúnn hártoppur ákjósanlegur. Dreifing bláa og brúna litsins sem hér segir: brúnt kringum eyrnafestur, trýni og á hliðum kinnanna, blátt frá neðri hluta höfuðkúpunnar að enda skotts, nær niður framfætur að úlnlið og niður mjaðmir að hæklum, brún lína sjáist niður lendar og frá úlnlið og hæklum að tám og kringum afturenda. Blái liturinn verður að vera laus við brúnan eða bronslit. Brúni liturinn verður að vera laus við smit. Svartur litur er leyfilegur á hvolpum, blár litur verður að vera byrjaður að koma við 18 mánaða aldur. STÆRÐ : Hæð: Rakkar: 23 til 26 sentimetrar (9 til 10 tommur) við herðarkamb. Tíkur mega vera örlítið lægri. Þyngd: Þyngd samsvarandi við hæð. GALLAR : Öll frávik frá framangreindum atriðum skulu vera álitinn galli og alvarleiki þeirra skal vera ákvarðaður í réttu hlutfalli við frávikið. Hundar sem sýna greinilega merki líkamlegar eða hegðunarlegrar vanheilsu skulu dæmdir úr leik. ATH. : Karldýr skulu hafa tvö eðlileg útlítandi eistu að fullu gengin niður í punginn.
|
|